Fimm atriði sem þú ættir að gera fyrir þig og þína fjölskyldu

 

1. Taktu peninginn út úr bankanum ef viðskiptabankinn þinn fékk enduskipulagningu (bailoutmoney) taktu þinn pening og leggðu hann inn á reikning í einn af litlu sparisjóðunum.

2. Losaðu þig við öll Debit og Kreditkort –í versta falli haltu eftir svokölluðu síhringi-debitkorti.

3. Ekki kaupa hlutabréf eða verðbréf. Ef þú átt aukakrónur leggðu þær inn á sparireikning, eða það sem best er, greiddu niður skammtímaskuldir. Eða kauptu bara blóm handa móður þinni.

4. Láttu til þín taka í öllum þínum hjartans málum.  Ekkert er eins öflugt og atkvæðið þitt. Farðu á fundi í stjórnmálaflokknum þínum.  Greiddu atkvæði eftir þínu hjarta og eftir þinni sannfæringu.   Farðu á borgarafundi, stattu með okkur á Austurvelli.  Hringdu í alþingi og fáðu að tala við uppáhalds þingmanninn þinn. (Hér er ég að tala af alvöru.  Ekki hringja í þann sem þú hefur slæmar tilfinningar til og ausa yfir hann skömmum) Segðu þingmanninum þína sýn á framtíð Íslands.  Hafðu áhrif í vinnunni.   Þú ert ekki launaþræll.  Þú ert að selja átta klukkustundir af þínum tíma hvern vinnudag. Láttu það skipta máli.

5. Hugsaðu um þig og fjölskylduna. Finndu frið í þínu lífi, veldu þér fólk sem er ekki fullt neikvæðni og gremju. Hlustaðu á börnin þín, þau hafa margt til málanna að leggja.  Láttu sem minnst reita þig til reiði. Haltu þig við gott fólk. Slökktu á sjónvarpi, síma, fjölmiðlum og farðu í 30 mínútna göngutúr á hverjum degi. Gefðu þér þinn tíma á þínum forsendum. Borðaðu ávexti og grænmeti. Forðastu ruslfæðið sem er fullt af sykri og salti.  Hvítt hveiti og hvít hrísgrjón eru óholl. Borðaðu bara “alvöru mat”. Knúsaðu foreldra þína.  Fáðu góðan nætursvefn.   Ekki láta sjónvarpið stjórna því hvenær þú ferða að sofa. Segðu upp stöð 2 og veldu að lesa eina bók á mánuði.  Komdu reglu á daglegt líf.  Farðu að heimsækja ömmu um helgar þegar þér dettur ekkert í hug að gera.  Það er ódýrara að fara í sund en í bíó.

Veldu frjóa hugsun. Nýttu ímyndunaraflið þitt til góðra hluta.  Þessi listi er bara hugmynd frá mér til að koma þér af stað.

Með vinsemd og virðingu. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband