Nú er tíminn til að spara

Nú erum við á leið inni í tímabil þar sem gott er að spara eða fjárfesta skynsamlega. Kaupmáttur og lánshæfismat er á uppleið og gott að nýta það til að koma okkur vel fyrir bæði í viðskiptum og persónulega. Safna í neyðarsjóði, ferðasjóði, fatasjóði, og staðgreiða fyrir það sem við kaupum.

Forðumst óhóflega bjartsýni og "þetta reddist" hugsun. Ekki kaupa á raðgreiðslum og ekki nýta aukið lánshæfi í afþreyingu og vörur sem tapa verðgildi sínu hratt, svo sem tískuraftæki, eða föt, skó og aðrar vörur sem nýtast lítið og sjaldan.

Það er nauðsynlegt fyrir okkur sem samfélag að hugsa öðruvísi um tekjur og útgjöld ef við ætlum ekki að fá yfir okkur annað tímabil kreppu og yfirskuldsetninga.

 


mbl.is Ísland á leið í hóp þeirra ríku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið óskaplega er ég ánægður með að einhver skuli rita bjartsýnispóst um skuldleysi. Þetta er alveg þörf umræða og löngu tímabær takk fyrir það. En samt langar mig að skjóta því að að það er hálf fyndið að lesa mbl.is í dag. Fyrst kemur þessi frétt en næsta frétt snýst um að stýrivextir séu að hækka út af of háum launum verkafólks.

Guðmundur Jóhannsson (IP-tala skráð) 19.8.2015 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband