Fleiri innkaupatrix

Almenn og merkjavara

Þegar þú verslar í matinn getur þú séð mikið vörum merktri versluninni sjálfri.  Þessar vörur kalla ég almennu vörurnar.  Mitt viðhorf til þessarar vöru hefur verið að hún sé lakari í gæðum, eftirlíking  sérmerktu merkjavörunnar.

Lengi keypti ég alltaf "merkja"djús í tveim aðal lágvöruverðsverslununum og leit aldrei við djúsnum merktum versluninni sjálfri.  Þegar ég fór að spara fór ég að versla þessa "ómerkilegu" djúsa.  Þá vakti það  athygli mína að allir þessir djúsar voru eins ef frá er talið merkið.  Þeir eru allir í sömu tegund brúsa, með sömu innihaldslýsingu og sama bragðinu.
Eftir smá óopinbera rannsókn komst ég að því að þessir djúsar koma allir úr sömu vélinni úr sömu verksmiðjunni, en ef þeir voru merktir verslununum munaði miklu í verði. 

Bæði dýri og ódýri djúsinn stóðu í sömu hillunni, annar á 249 kr og hinn á 189 kr.

Þetta eru kannski engar nýjar fréttir en vert að minna á.  Lágvöruverðsverslanirnar fá vörur framleiddar fyrir sig af nákvæmlega sömu fyrirtækjum og þeir eru að keppa við.  Það þarf ekki að vera að allir framleiðandur setji sínar vörur svona á markað, en auðveld athugun innihaldslýsingar getur breytt viðhorfum.  Mörgum kemur á óvart að í mörgum tilvikum eru þær nákvæmlega eins.

Þetta er gott fyrir bæði framleiðandann og neytendann.  Framleiðandinn þarf ekki að eyða stórfé í að auglýsa nýju vöruna, hann einfaldlega nota verðmæta hilluplássið við hliðina á dýrari merkjavörunni, og neytandinn sér ódýran valkost og fær að velja.  Allir vinna.

Í nýlegri bandarískri könnun sögðu 62% að almennu vörurnar, eða Búðarvörurnar, væru alveg jafn góðar og merkjavaran.

Verslanir bjóða líka sérmerktar ódýrari vörur. Til dæmis First Price og Euroshopper.  Þegar við veljum að spara er því oft góð lausn að skoða þær líka með almennu vörunum. Klósettpappír, frosinn og ferskur kjúklingur, sælgæti, hrísgrjón, hveiti, sykur, salt, epla og appelsínudjús, frosið grænmeti, bleyjur og jafnvel sokkabuxur á börn eru oft jafn góðar vörur hvort sem þær eru merkjavara eða almennar.  Varaðu þig þó á að almenna varan getur verið lakari í gæðum.  Það er alltaf nauðsynlegt að gera samanburð.  Ég vel alltaf vörur sem eru innlend framleiðsla og augljóslega pakkað fyrir verslunina.

Þó er ekki átt við að þú eigir að hætta að versla uppáhalds matinn þinn og kaupa bara almennt merkta vörur.   Það eru hins vegar mikið af tækifærum í almennt merktum vörum sem smakkast eins og eru jöfn að gæðum, og oftast er umtalsverður sparnaður fólginn í því að versla þær vörur. 

Þú getur sparað allt að 30% í verði með því að vera meðvitaður um hvaða vöru þú ert að kaupa, ekki bara merkið.  Og þar sem matarkarfan er sá sparnaður sem þú sérð strax, þá er ekki vitlaust að fara að skoða betur almennu vörurnar í hillunum.

(http://tinyurl.com/76focg)

(http://tinyurl.com/5ogswq)


mbl.is Tólf mánaða verðbólga tæp 10%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband