30.9.2015 | 12:45
Stóru vörumerkin eru trúarbrögð
Rannsóknir sýna að líkamleg viðbrögð fólks við stóru þekktu vörumerkjunum eins og Apple eru þau sömu og gagnvart trúartáknum. Mögulega eru stóru vörumerkin að taka við af trúarbrögðum í tilliti til upplifana fólks og hverju fólk er að leita eftir í lífi sínu. Það gæti útskýrt hve langt fólk er tilbúið að ganga fyrir vörumerkið. Til dæmis að sofa úti í röð nóttina áður en sala hefst eða upphæðirnar sem fólk er tilbúið að borga umfram eðlileg verð.
Öll trúarbrögð byggja á sömu grunnforsendum. Á meðal þeirra er að tilheyra ákveðnum hópi, hafa vald yfir óvinum sínum, tilfinningalegt aðdráttarafl, upplifa mikilfengleika, upplifa dulúð, eiga sér merki, og viðhafa (helgi)siði. Er þetta sama uppskrift og Apple notar?
Seldu 15 síma á 190 þúsund krónur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Hagsmunir allra | Breytt s.d. kl. 12:46 | Facebook
Athugasemdir
Áhugaverðir punktar hjá þér.
Landfari, 30.9.2015 kl. 14:47
Held að t.d. íþróttakappleikir, dýrkun á stjörnum eða frægu fólki, tölvuleikir, ýmis netsamfélag, social media o.s.frv. séu mun nærtækari dæmi.
Þú getur í raun og veru borið alla mannlega hegðun saman við trúarbrögð ef viljinn er fyrir hendi.
Þú verður að byrja á því að skilgreina hvað felst í trúarbrögðum, og ekki lenda í þeim pytti að skilgreina þau öll eins, enda er það mótsögn í sjálfu sér.
Finnur (IP-tala skráð) 30.9.2015 kl. 23:28
Finnur, Fólk sýnir ekki sömu líkamlegu svörun gagnvart íþróttum og kappleikjum eins og gagnvart trúarbrögðum og áhrifamiklum vörumerkjum. Gagnvart íþróttum sýnir fólk mjög sterka löngun til að sigra en trúarbrögð og áhrifamikil vörumerki vekja fleiri og sterkari viðbrögð.
Eins og þú segir er öll trúarleg hegðun eins. Hegðun fólks í trúarbrögðum innifelur tíu grunnþætti: Tilfinning um að tilheyra, Skýr sýn og markmið, Vald yfir óvinum, Tlfinningalegt aðdráttarafl, Sögur, Mikilfengleiki, boðun (þú boðar öðrum trú þína), tákn til að aðgreina sig frá öðrum, dulúð( fólk veit ekki allt,spennandi), og venjur eða siðir.
Þegar að eitthvert vörumerki er orðið nógu sterkt þá verður hegðun fólks í kringum það eins og gagnvart trúarbrögðum. Í þessu dæmi er það Apple og iPhone símarnir. Og það útskýrir undarlegt háttarlag fólks. Til dæmis að það velur að borga ekki leikskólaskuldir heldur nota barnabætur sínar til að kaupa nýjan síma. Það er það merkilega við þessa frétt.
Skuldlaus, 1.10.2015 kl. 12:01
Hljómar mjög sorglegt og bara hreinlega bilað svona dýrkun á hlutum og efnishyggju. Með öllum sínum göllum þá voru trúarbrögðin nú skárri. Nútímamaðurinn þarf að fara að finna sér eitthvað til að lifa fyrir sem lætur hann ekki líta út fyrir að vera hlægilegt fífl.
3 (IP-tala skráð) 1.10.2015 kl. 18:50
Að kaupa iphone fyrir barnabæturnar? Auðtrúa fífl? Ofsatrú á ekki neitt? Umbúðadýrkun? Þetta fólk þarf læknisaðstoð.
3 (IP-tala skráð) 1.10.2015 kl. 18:52
En eru þetta ekki alhæfingar. Hvar er "vald yfir óvinum" ef þú ert Jain trúar og mátt ekki borða gulrót eða kartöflu því það er "morð"?
3 (IP-tala skráð) 1.10.2015 kl. 18:54
3,
Vald yfir óvini er ekki endilega einhvert form ofbeldis. Það gæti einfaldlega verið hæfileiki til að standast freistingar sem stofna trú þinni í hættu.
Ef þú getur staðist freistinguna og lifað samkvæmt kenningum jainisma þá ertu með vald yfir óvini þínum.
Skuldlaus, 2.10.2015 kl. 12:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.