30.10.2009 | 15:45
Gagnrýnir lög um greiðslujöfnun
Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, gagnrýnir ný lög um greiðslujöfnun á heimasíðu Neytendasamtakanna.
Hann bendir á að greitt sé af lánum í samræmi við sérstaka greiðslujöfnunarvísitölu. Lánið sé áfram verðtryggt svo höfuðstóllinn hækki eftir sem áður. Einungis afborganirnar lækki. Afborganirnar geti hinsvegar hækkað ef greiðslujöfnunarvísitalan, sem er samansett af launavísitölu og atvinnustigi, hækkar.
Jóhannes segir ljóst að hvorki sé um raunverulega leiðréttingu á höfuðstól né verðbótum að ræða. Til langs tíma sé greiðslujöfnun óhagstæðari fyrir lántakanda.
Fréttin á ruv.is Gagnrýnir lög um greiðslujöfnun
Meginflokkur: Hagsmunir allra | Aukaflokkur: Skuldafrelsi | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.