Stóru vörumerkin eru trúarbrögð

Rannsóknir sýna að líkamleg viðbrögð fólks við stóru þekktu vörumerkjunum eins og Apple eru þau sömu og gagnvart trúartáknum. Mögulega eru stóru vörumerkin að taka við af trúarbrögðum í tilliti til upplifana fólks og hverju fólk er að leita eftir í lífi sínu. Það gæti útskýrt hve langt fólk er tilbúið að ganga fyrir vörumerkið. Til dæmis að sofa úti í röð nóttina áður en sala hefst eða upphæðirnar sem fólk er tilbúið að borga umfram eðlileg verð.

 

Öll trúarbrögð byggja á sömu grunnforsendum. Á meðal þeirra er að tilheyra ákveðnum hópi, hafa vald yfir óvinum sínum, tilfinningalegt aðdráttarafl, upplifa mikilfengleika, upplifa dulúð, eiga sér merki, og viðhafa (helgi)siði. Er þetta sama uppskrift og Apple notar?

 


mbl.is Seldu 15 síma á 190 þúsund krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

IKEA til fyrirmyndar - Leið til að halda niðri verðbólgu

Við fögnum öllum aðgerðum sem hafa jákvæð áhrif á verð og þjónustu. Við skorum líka á verslun í landinu til að fylgja fordæmi IKEA og margra annarra verslana sem ýmist hækka ekki verð eða gera um betur og lækka verð. Þessir þrír þættir sem Þórarinn...

Nú er tíminn til að spara

Nú erum við á leið inni í tímabil þar sem gott er að spara eða fjárfesta skynsamlega. Kaupmáttur og lánshæfismat er á uppleið og gott að nýta það til að koma okkur vel fyrir bæði í viðskiptum og persónulega. Safna í neyðarsjóði, ferðasjóði, fatasjóði, og...

Hátíð yfirskuldsetningar

Samkvæmt rannsóknum er mikill hluti allrar neyslu almennt drifinn af þrýstingi frá samfélagi og nánustu aðstandendum og vinum. Við viljum vera hluti af samfélaginu og við viljum gefa flottar gjafir og slá í gegn, verða viðurkennd. Ef við þetta bætast...

Meðvitund um fjármálin

Stór hluti landsmanna lifir frá launaseðli til launaseðils og fylgist lítið sem ekkert með fjármálunum sínum og neyslu. Þetta gerist þegar notuð eru kort (rafrænt fé) við viðskipti í stað peninga (reiðufé). Það er algengt í samtölum mínum við fólk sem er...

Peningar og reiði

Ég veit það að fullt af fólki er þessa dagana að berjast í bökkum fjárhagslega. Lægð í atvinnu, háir vextir, efnahagsvandi ýmis konar er að gera mörgum lífið leitt og valda andvöku nóttum. Ég veit líka að margir hafa komið sér, oft ómeðvitað, í mjög...

Skuldavandi heimilanna ??

Ég er ennþá að reyna að tengja saman ofvöxt og spákaupmennsku fjármálastofnanna við svokallaðan skuldavanda heimilanna, en ekkert gengur. Ef við skoðum aðdraganda hins svokallaða skuldavanda heimilanna fæ ég ekki séð að heimilin eigi sökina. Ég er ekki...

Að ná andanum í fjármálum

Það þarf ekki að hugsa það lengi hve mikilvægt það er fyrir okkur að draga andann. Sú ómeðvitaða aðgerð að draga andann allan daginn, alla daga, allt árið er okkur sjálfsögð. En um leið og við verðum fyrir skertri öndun, eða skorti á súrefni, finnum við...

Erum að flytja á nýjan stað

Kæru vinir, Við erum þessa dagana að færa þessa síðu yfir á nýtt heimilisfang. Þar munum við betur geta hjálpað ykkur að losna undan skuldafjötrum. Reyndar stendur mikið til, og fljótlega munum við stíga út úr netheimum og setjast niður með þér, og...

SMS lán

Nýverið var farið að auglýsa sms lán frá fyrirtækinu Kredia.is Ég hef ekki kynnt mér þetta mjög náið, en þarna er um hættulega lánalínu að ræða fyrir okkur hömluluasu skuldarana. Að geta tekið lán með einu SMSi, jafnvel um miðja nótt, lítur ekki vel...

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband