Hópmálsókn gegn lánveitendum

Hagsmunasamtök Heimilanna  héldu kynningarfund vegna fyrirhugaðra málaferla gegn lánveitendum. Samtökin telja nauðsynlegt að dómstólar taki afstöðu til lögmæti skilmála verðtryggðra og gengistryggðra húsnæðislána í ljósi þess hve forsendur þessara lána hafa breyst gríðarlega.  Undirbúningur að svona málsókn er þegar hafinn. 

 

 „Með fyrivara um hugsanlega betri rétt neytanda“


Hagsmunasamtök heimilanna telja málsókn mikilvæga til láta reyna á neytendasjónarmið, þar sem annar aðili í lánasamningi hafi sjaldnast nokkra sérþekkingu á lánamálum, hugsanlega breytingu höfuðstóls lánanna til langs eða skamms tíma eða geti haft á nokkurn hátt áhrif á slíka þróun, meðan hinn aðilinn hefur öll tök á að hafa áhrif á forsendur lánasamningsins sér í hag. 
 
Björn Þorri, sem undirbýr hópmálsókn, vakti athygli á að nú þegar mikið er um ýmiss konar skuldbreytingarsamninga milli samningsaðila geti það skipt sköpum fyrir lántakendur að skrifa ekki undir nýja pappíra fyrirvaralaust. Í því samhengi benti hann fólki á að handskrifa við eigin undirskrift: „Með fyrivara um hugsanlega betri rétt neytanda“.
 
 
Skorum við á alla að skrá sig í Hagsmunasamtök Heimilanna hér
 
 
 

Eru gengistryggð lán ólögleg?

Marinó G Njálsson skrifaði athyglisverða bloggfærslu fyrir stuttu, þar sem hann veltir fyrir sér hvort gengistryggð lán séu ólögleg. Þar segir Marinó meðal annars: Það vekur athygli í þessum greinum, sem "gilda um skuldbindingar sem varða sparifé og...

Hvað eru peningar?

Fréttabréf Spara.is - Birt með leyfi spara.is Hvað eru peningar? Peningar eru líklega ein merkilegasta uppfinning mannsandans, fyrir utan guðdóminn. Einhverjum kann að finnast ég taka nokkuð stórt upp í mig, svona rétt eftir sjálfa páskana, og því ætla...

Óverðtryggð íbúðalán Landsbankans - valkostur eða ódýr sölumennska?

Fréttabréf Spara.is. Birt með leyfi Ingólfs í spara.is Landsbankinn boðaði til fréttamannafundar í síðustu viku, ekkert kom fram hvað væri á seyði og eftirvæntingin mikil, hjá mér að minnsta kosti. Svo kom það: Landsbankinn bíður upp á óverðtryggð...

Vel tryggt eða verðtryggt?

Marinó G Njálsson skrifaði góða grein um nýjasta útspil Landsbankans og "óverðtryggð" húsnæðislán þeirra. Vil benda öllum á að lesa þessa grein, og tek undir orð Marinós, og vara fólk við að taka svona láni án þess að liggja vel yfir öllum tölum . Grein...

Árvekni í innkaupum

Það verður aldrei þreytt að minna fólk á að nota innkaupalista þegar verslað er í matinn. Eins og sjá má af þessari frétt er 41% verðmunur milli verslanna, og þannig getur matarkarfan hæglega étið upp góðan hluta tekna okkar ef við fylgjumst ekki með....

Eru ráðamenn skuldafíklar?

Er nýfrjálshyggjan skuldafíkill? Ég velti þessum spurningum upp eftir að hafa horft á viðtal við Michael Hudson í Silfri Egils í gær, sem meðal annarra viðmælanda, lögðu til að Íslenska þjóðin ætti ekki koma nálægt hugmyndum og aðgerðaplönum AGS. Ekki...

Lætur þú atkvæði þitt falla með heimilunum?

Auglýsing frá Hagsmunasamtökum Heimilianna sem birtist í Fréttablaðinu í dag: Forsendur gengis- og verðtryggðra lánasamninga eru brostnar. Ýmislegt bendir til þess að lánastofnanir hafi á undanförnum árum stuðlað með beinum hætti að óeðlilegum hækkunum á...

Hvað er kaupæði??

Hvað eru hömlulaus kaup og eyðsla? Fólk sem "shop 'till they drop" eða kaupa sig “rænulaus” og fullnota heimildina á kreditkortunum eru oft með kaupfíkn, eða kaupáráttu. Þau trúa að ef þau versla muni þeim líða betur. Kaupárátta og...

Stórglæsilegt framtak

Hvet sem flesta að mæta og kynna sér DA samtökin miðvikudaginn 1. apríl klukkan 13 í félagsmiðstöð Geðhjálpar við Túngötu Oft er þörf, en nú er nauðsyn!!

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband