5.10.2009 | 12:31
Hættum að láta græðgispakkið vaða yfir okkur
Þær eru margar leiðirnar sem við gætum valið til þess að sýna vanþóknun okkar á framvindu mála. Einhverjir hafa valið að kasta málningu á steinsteypta hluti. Margir stóðu og mótmæltu. Ástandið grefur undan okkur daglega og setja fleiri og fleiri í þá stöðu að hætta að greiða afborganir og reyna þess í stað að fæða fjölskyldu sína þar til allt þrýtur.
En það er mikill fjöldi fólks sem á ennþá fjármagn, hefur vinnu, heldur sínu eðlilega lífi. Þetta fólk hefur töluvert afl til þess að styðja við þá sem eru að tapa öllu.
Félagi minn Kritor skrifaði eftirfarandi:
Greiðsluverkfall er gott og gilt sem sýnishorn ef næg samstaða næst til þess að sýna stjórnmálamönnum samstöðu fólksins í landinu.
Hins vegar hefur greiðsluverkfall þann ókost að setja þann er þátt tekur í þá aðstöðu að eiga undir högg að sækja lagalega varðandi skuldbindingar sínar við banka og fjármálastofnanir.
Til er hins vegar fullkomlega lögleg aðferð til að sýna fjármála og stjórnmálamönnum svo ekki verði um villst hverjir hafi hin raunverulegu völd í fjármálaheiminum : almenningur hverrar þjóðar.
Sú fullkomlega löglega aðgerð að 75000 eða fleiri einstaklingar loki bankareikningum, taki út allt sitt reiðufé, hætti að nota kredit- og debetkort, setur bankastofnanir beinustu leið á hausinn í hvelli vegna áhrifa bindiskyldu á fjármagn þeirra. Allt fjármagn mun þannig þurrkast upp í bankastofnunum á svipstundu og þeir munu ekki með nokkru móti geta staðið við skuldbindingar sínar.
Einstaklingar sem þannig vega að fjármála og bankakerfinu leggja sig sjálfa ekki í neina lagalega hættu, og munu ekki eiga á hættu að þurfa að bera af slíku athæfi neinn aukakostnað.
Stjórnmála- og fjármálamenn myndu grátbiðja almenning að hætta þessu hið snarasta.
Aðgerð sem þessi myndi skila árangri strax í formi vilja stjórnmálamanna til þess að semja við skuldara, þar sem alls ekki er um neinar ólöglegar aðgerðir að ræða, einungis óvéfengjanlegt sýnishorn af valdi hins almenna borgara.
Þeir sem vilja fræðast meira um aðferð sem þessa er bent á eftirfarandi hlekk : http://kritor.blog.is/blog/stjornmal_og_sa/entry/869802/
Baráttukveðja.
Flatur niðurskurður hættulegur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Afnám skulda | Breytt s.d. kl. 12:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.10.2009 | 12:10
Gleðifréttir fyrir okkur
Afnám skulda | Breytt s.d. kl. 12:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.9.2009 | 15:06
Veltuverkfall
Skuldafrelsi | Breytt s.d. kl. 15:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.9.2009 | 13:46
Debitkortinu lagt og heimabankinn kvaddur
Skuldafrelsi | Breytt s.d. kl. 14:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2009 | 14:10
Dagur eitt í nýju lífi
27.8.2009 | 15:35
Innheimtustofnanir dusta rykið af úreltum ábyrgðum
Skuldafrelsi | Breytt s.d. kl. 15:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.7.2009 | 10:47
Sýnum fordæmi
Daglegur sparnaður | Breytt s.d. kl. 13:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.6.2009 | 18:49
Icesave samantekt Péturs Richters
19.5.2009 | 13:53
Auðvaldur Aðal að vinna??
Daglegur sparnaður | Breytt 30.10.2009 kl. 15:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2009 | 11:18
Gagnárás á bankakerfið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)