Hættum að láta græðgispakkið vaða yfir okkur

Þær eru margar leiðirnar sem við gætum valið til þess að sýna vanþóknun okkar á framvindu mála.  Einhverjir hafa valið að kasta málningu á steinsteypta hluti.  Margir stóðu og mótmæltu.  Ástandið grefur undan okkur daglega og setja fleiri og fleiri í þá stöðu að hætta að greiða afborganir og reyna þess í stað að fæða fjölskyldu sína þar til allt þrýtur. 

En það er mikill fjöldi fólks sem á ennþá fjármagn, hefur vinnu, heldur sínu eðlilega lífi.  Þetta fólk hefur töluvert afl til þess að styðja við þá sem eru að tapa öllu.

Félagi minn Kritor skrifaði eftirfarandi:

Greiðsluverkfall er gott og gilt sem sýnishorn ef næg samstaða næst til þess að sýna stjórnmálamönnum samstöðu fólksins í landinu.

Hins vegar hefur greiðsluverkfall þann ókost að setja þann er þátt tekur í þá aðstöðu að eiga undir högg að sækja lagalega varðandi skuldbindingar sínar við banka og fjármálastofnanir.

Til er hins vegar fullkomlega lögleg aðferð til að sýna fjármála og stjórnmálamönnum svo ekki verði um villst hverjir hafi hin raunverulegu völd í fjármálaheiminum : almenningur hverrar þjóðar.

Sú fullkomlega löglega aðgerð að 75000 eða fleiri einstaklingar loki bankareikningum, taki út allt sitt reiðufé, hætti að nota kredit- og debetkort, setur bankastofnanir beinustu leið á hausinn í hvelli vegna áhrifa bindiskyldu á fjármagn þeirra. Allt fjármagn mun þannig þurrkast upp í bankastofnunum á svipstundu og þeir munu ekki með nokkru móti geta staðið við skuldbindingar sínar.

Einstaklingar sem þannig vega að fjármála og bankakerfinu leggja sig sjálfa ekki í neina lagalega hættu, og munu ekki eiga á hættu að þurfa að bera af slíku athæfi neinn aukakostnað.

Stjórnmála- og fjármálamenn myndu grátbiðja almenning að hætta þessu hið snarasta.

Aðgerð sem þessi myndi skila árangri strax í formi vilja stjórnmálamanna til þess að semja við skuldara, þar sem alls ekki er um neinar ólöglegar aðgerðir að ræða, einungis óvéfengjanlegt sýnishorn af valdi hins almenna borgara.

Þeir sem vilja fræðast meira um aðferð sem þessa er bent á eftirfarandi hlekk : http://kritor.blog.is/blog/stjornmal_og_sa/entry/869802/

Baráttukveðja.


mbl.is Flatur niðurskurður hættulegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðifréttir fyrir okkur

Þetta eru gleðifréttir fyrir okkur sem stefnum að skuldalausu lífi. Kreditkortin eru í sinni einföldustu mynd bara fjöldinn allur af litlum lánum, og auðveld leið til að bjóða hættunni heim, sérstaklega núna þegar við höfum ekki glögga mynd af kostnaði...

Veltuverkfall

Bankar voru í upphafi frábær hugmynd, en einmitt bara það, frábær hugmynd. Þeir áttu að vera góð viðbót og ætlaðir til að auka þægindi okkar, en þeir voru aldrei, og verða aldrei nauðsynlegir í samfélaginu. Það fer til að mynda enginn með hjartveikan...

Debitkortinu lagt og heimabankinn kvaddur

Ein leið til þess að öðlast fjárhagslegt frelsi er að minnka afskipti bankanna af fjármagni mínu . Bankinn veit nefnilega allt um mig, gegnum debitkortið og reikningana mína. Bankinn veit hvenær ég versla, við hvern ég versla og hve mikið. Bankinn hefur...

Dagur eitt í nýju lífi

Hver er að vinna fyrir okkur? Styðjum þann. Hættum að væla yfir því sem ætti að gera og skammast yfir þeim sem gera ekki neitt fyrir okkur. Styðjum og klöppum fyrir þeim fáu sem gera eitthvað. Stöndum saman sem vinir og stöndum með vinum okkar. Verk...

Innheimtustofnanir dusta rykið af úreltum ábyrgðum

Eftirfarandi bloggfærsla er að finna sem athugasemd á bloggsíðu Marinós G Njálssonar, og afritaði ég hana þaðan svo þið getið verið vakandi gegn svona vinnubrögðum Innheimtustofnanir dusta rykið af úreltum ábyrgðum: Langar til að vara við aðferðum...

Sýnum fordæmi

Sýnum fordæmi og drögum úr viðskiptum við fyrirtæki sem eru í spillingarumræðu og fréttum. Fyrirtæki sem virðast hafa af okkur stórfé. Þau eru mörg fyrirtækin sem við ættum að skoða nánar og forðast síðan að versla við. Þessar afætur lifa á peningum og...

Icesave samantekt Péturs Richters

Tók mér það bessaleyfi að birta grein Péturs Richter um ICESAVE: Einn laugardagsmorgun í byrjun júní setti ég upp lítið Excel-skjal til að reyna að reikna út vænta skuldbindingu vegna IceSave-samningsins. Síðan þá hafa vangaveltur mínar undið upp á sig...

Auðvaldur Aðal að vinna??

Svo er það spurningin, Hver á Ríkið? Ég leyfi mér að segja að við almenningurinn fáum ekki nein ítök í "Ríkinu", sem af nafninu til er rekið af ráðherrum landins kosnum af almenningi. Ef "Ríkið" hefði snefil af samfélagslegri ábyrgð værum við ekki í þeim...

Gagnárás á bankakerfið

Kritor skrifaði mjög góða bloggfærslu í morgun sem byrjar svona Gagnárás á bankakerfið Hæstvirtum viðskiptaráðherra, og forsætisráðherra lýst ekki vel á að almenningur í landinu taki sig saman og svari loks gegndarlausum og áratugalöngum árásum...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband