Innheimtustofnanir dusta rykið af úreltum ábyrgðum

Eftirfarandi bloggfærsla er að finna sem athugasemd á bloggsíðu Marinós G Njálssonar, og afritaði ég hana þaðan svo þið getið verið vakandi gegn svona vinnubrögðum

Innheimtustofnanir dusta rykið af úreltum ábyrgðum:

Langar til að vara við aðferðum innheimtustofnanna. Maðurinn minn var í sjálfskuldarábyrgð fyrir kreditkort hjá ættingja sínum. Ættinginn er í dag ekki borgunarmaður fyrir skuldinni og fékk maðurinn minn innheimtubréf frá Lögheimtunni þar sem honum var gefinn 7 daga frestur til að semja um skuldina ella yrði krafan innheimt samkvæmt ákvæðum réttarfarslaga. Ættinginn óskaði eftir afriti af sjálfskuldaryfirlýsingunni og kom þá í ljós að sjálfskuldarábyrgðin hafði fallið úr gildi fyrir tveimur og hálfu ári!!!
Þessar vinnuaðferðir innheimtustofnanna eru algjörlega ólíðandi og ég hvet alla ábyrgðarmenn að skoða vel gildistíma ábyrgðar en þeir virðast ekki hika við að reyna að innheimta skuldir hjá ábyrgðarmönnum þrátt fyrir að hafa ekkert í höndunum!!

Eva (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 22:26 

http://marinogn.blog.is/blog/marinogn/entry/937853/#comments


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband