24.2.2009 | 14:28
Kreditkortastjórnun
Hér eru nokkur góð ráð fyrir þá sem eiga í vandræðum með kreditkortin sín, en vilja ekki láta loka þeim. Sumir bankar bjóða betri kjör ef þú ert með kreditkort hjá þeim, þannig að ef þú lokar kortinu, versna kjör þín í bankanum.
1. Ekki vera með kortið á þér. Ef þú þarft að fara heim að sækja kortið ættir þú að hafa tíma til að hugleiða hvort þú virkilega þurfir að versla með því. Margir hafa kortin bara með sér á ferðalögum, eða þegar nota á kortið til einhvers sérstaks. Þessi aðferð er mjög góð til að stoppa skyndikaup og hugsanalaus kaup á vörum.
2. Frystu kortið. Góður vinur minn benti á þessa leið. Settu kortið í plastglas fyllt af vatni og settu í frystinn. Meðan þú bíður eftir að klakinn þiðni utan af kortinu hefur þú tíma til að hugleiða hvort þú virkilega þurfir að versla með því.
3. Afhentu öðrum kortið. Ekki hverjum sem er, heldur traustum vini eða ættingja. Ef þú þarft að biðja viðkomandi að láta þig fá kortið og hugsanlega útskýra hvað þú ætlir að nota kortið til, ætti það að koma í veg fyrir óþarfa notkun og skyndikaup.
4. Klipptu kortið. Með kreditkortið þitt í tveim hlutum verður alls ekki auðvelt að hlaupa að kaupa í Smáralindinni. Þú getur bara notað kortið á netinu. Þegar þú treystir þér til að nota kort skynsamlega, getur þú beðið um nýtt kort.
5. Pakkaðu kortinu fallega inn. Finndu fallegan gjafapappír, borða og afmæliskort, og pakkaðu kreditkortinu þínu inn eins og afmælisgjöf. Skrifaðu svo fjárhagsleg markmiðið þín á afmæliskortið: Ég ætla að verða skuldlaus, Aldrei aftur vanskil eða annað þess háttar. Lestu svo afmæliskortið áður en þú rífur utan af kreditkortinu, og sjáðu hvort það rói ekki kaupæðiskastið.
Kreditkort | Breytt 5.3.2009 kl. 12:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2009 | 14:23
Sparnaður í matarinnkaupum
Skuldafrelsi | Breytt 5.3.2009 kl. 12:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2009 | 14:01
Ertu í skuld? Hættu að brenna meiri peningum
Kreditkort | Breytt 25.2.2009 kl. 10:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.2.2009 | 13:59
Skuldalækkun 101
Skuldafrelsi | Breytt 5.3.2009 kl. 12:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2009 | 13:56
Tekjuskortari II
Tekjuskortari | Breytt 5.3.2009 kl. 12:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2009 | 13:54
Tekjuskortari I
Tekjuskortari | Breytt 5.3.2009 kl. 12:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)