Einkenni skuldara

Þjóðfélagið okkar er þannig uppbyggt að allir taka lán einhvern tíma. Það er eðlilegur hutur að taka lán til að auðvelda uppbyggingu sína, til dæmis taka lán fyrir húsnæði.  Margir nota tækifærið og kaupa bíl á bílaláni, skrifað er í reikning í verslunum, fjölmargir nota kreditkort.   Allir skulda einhvern tíma, einhvern veginn.  En hver eru einkenni hömluluasra skuldara? Ert þú skuldari? Hvernig skuldari?

Hömlulaus Eyðsla (Compulsive Spending)

Hefur eyðsla þín ógnað fjárhagslegu möguleikum þínum? Eyðir þú síendurtekið meira en þú hefur efni til?  Eyðir þú pening til að róa kvíða og slæmar tilfinningar? Hefur þú keypt vörur og síðan skilað þeim strax aftur?  Þarfnastu  bara til að þarfnast?  Áttu í erfiðleikum með að vita hvað er nóg?
 
Hömlulaus Skuldari(Compulsive Debting)
Safnarðu vörum og hlutum sem þú munt aldrei nota?   Hefur þú haft nægar tekjur en samt ekki hugsað vel um sjálfa/n þig?  Vanhirðir þú þig síendurtekið? Hefur einhver kallað þig vesaling? Kaupir þú ódýrari vörur til að spara pening? Hefur þú skuldað svo mikið að þú ert stöðugt blönk/blankur, mánuð eftir mánuð?
 
Peningaþráhyggja (Money Obsession)
Ertu heltekinn af peningum eða peningaeign? Hefur þú áhyggjur af peningum sem þú átt? Eyðir þú óeðlilega miklum tíma í að fara yfir bankareikninga, sparnað eða yfirlit? Ertu heltekinn af lífeyri og eftirlaunum og að þú munir eiga nóg? Hefur þráhyggja yfir peningum áhrif á einhverjar aðrar þráhyggjur?
 
Hömlulaus Tekjuskortari (Compulsive Under earning / Under achieving)
Vinnur þú minna en þú getur lagt að mörkum? Er hæfni þín og/eða menntun meiri en þörf er á í þínu starfi? Dreymir þig dagdrauma um að óvænt fjármagn reki á fjörur þínar, svo sem lottóvinningur eða starf sem leysi öll þín vandamál?  Hefur ótti við mistök lamað þig? Ertu síendurtekið að vinna við “heilalaus” störf sem bjóða engan frama eða stöðuhækkanir?
 
Peningaflótti (Money Avoidance)
Áttu í erfiðleikum með að skipuleggja fjármálin þín, lítið eða ekkert yfirlit, fylgja áætlun með greiðslur, fylla út skattaskýrslu og skila á réttum tíma? Upplifir þú þig vanhæfa/n í fjármálum og frestar þeim þar til þau verða að vandamálum? Lætur þú aðra, t.d. þjónustufulltrúa í banka, afskiptalaust sjá um fjármálin þín svo þú þurfir ekki að hugsa um þau? Hefur þú grunsemdir um áætlanir og/eða heiðarleika fólks ef það á peninga? Hefur þú meðvitað hafnað tækifærum til velmegunar í þínu lífi?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband