Ertu hömlulaus kaupandi?

Ertu hömlulaus kaupandi?

  1. Ertu upptekin/n af peningum – hugsarðu stöðugt um peninga?
  2. Kaupir þú hluti sem þig vantar ekki, aðeins vegna þess þeir eru á útsölu eða tilboði?
  3. Er ímynd þín tengd peningum eða greiðslukortum?
  4. Ertu stöðugt að ná í bankann“á undan” innistæðulausum ávísunum eða kreditkortareikningum?
  5. Hefur þú þá trú að ef þú átt meiri pening muni það bjarga flestum þínum vandamálum?
  6. Borgar þú aðeins lágmark, það sem þú “þarft” að borga, um hver mánaðarmót?
  7. Ef þú átt pening aflögu, verður þú heltekin/n af því að þú verðir að eyða honum sem fyrst?
  8. Borgar þú oftast neyðartilfelli, svo sem bílaviðgerðir, veik gæludýr, óvænta reikninga, með kreditkorti?
  9. Eru skápar þínir og geymsla full af óopnuðum vörum og hlutum?
  10. Krefstu þess að borga reikninginn á veitingahúsum eða kaffihúsum/börum?
  11. Borgarðu allan reikninginn á veitingahúsi með kreditkorti, og safnar svo pening frá öðrum sem eru með þér í mat?
  12. Kaupir þú hluti með kreditkorti sem þú myndir aldrei borga fyrir með reiðufé?

 

Ef þú svaraðir FIMM eða fleiri af ofantöldum spurningum, ert þú að öllum líkindum hömlulaus kaupandi (compulsive spender) og þarft aðstoð.  

Ef svo er, ekki fyllast reiði eða ótta.  Því í dag getur verið upphafið að nýju og betra lífi.

Kynntu þér  DA samtökin (Debtors Anonymous) Þar eru fundir í hverri viku.

 

Gangi þér vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband