Dagur eitt í nýju lífi

Hver er að vinna fyrir okkur? Styðjum þann. Hættum að væla yfir því sem ætti að gera og skammast yfir þeim sem gera ekki neitt fyrir okkur. Styðjum og klöppum fyrir þeim fáu sem gera eitthvað. Stöndum saman sem vinir og stöndum með vinum okkar.

Verk segja meira en töluð orð. Alþingi má blaðra sig rænulausa í nokkra áratugi í viðbót. Þau verða þá ekki fyrir vinnandi fólki á meðan.

Hvað ætlar bankinn að gera ef við borgum ekki? Gera okkur gjaldþrota og útiloka okkur frá kerfinu? Eru það einhver endalok? Kannski er það frelsi að mega ekki taka þátt í kerfi sem hugsar ekki um manneskjur.

Hver menntar börnin, byggir heimili, veiðir fisk, ræktar grös og elur búfé? Er það  Steingrímur J? Geysir Green eða Magma? Kannski Icesave-samingurinn?

Það ert þú, lesandi góður, og Nýtt líf hefst hjá þér.  Það sem þú gerir strax  í dag hefur áhrif á framvindu mála.

Kaupum mjólkina beint frá bóndanum. Hættum að éta útlenskt og kaupum bara Frón kex. Kaupum fisk í fiskbúðum, kjöt í kjötbúðum og bækur í bókabúðum. Byggjum upp nákvæmlega það sem við viljum. Við ráðum hvert peningurinn okkar fer. Við þurfum bara að gera það strax í dag. Farðu og lifðu eins og þú vilt lifa, hugsaðu um sjálfan þig, fjölskyldu og vini þína.


mbl.is Forsetinn staðfestir Icesave-lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég kaupi það sem er ódýrast hverju sinni. en hverjir eiga matvöruverslanirnar sem hefur lægsta verðið? er það ekki jói, jón ásgeir og co.?

alla (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband