27.10.2009 | 10:00
Hvernig væri að fá eðlilegt fjármálakerfi
Már telur að þegar þær aðstæður skapist verði brýnt að svara spurningum um í hversu miklum mæli íslenskum bönkum verði leyft að stunda alþjóðlega bankastarfsemi.
Greiðsluverkfallsnefnd HH hefur að vel ígrunduðu máli ákveðið að boða til GREIÐSLUVERKFALLS FRÁ 15. NÓV. TIL 10. DES. 2009.
Að mati stjórnar HH hefur á engan hátt verið svo mikið sem nálgast kröfur Hagsmunasamtaka heimilanna um leiðréttingu höfuðstóla íbúðalána heimilanna hvað þá leiðréttingu á öðrum neytendalánum eða endurskoðun á verðbreytingarákvæðum íbúðalána og útreikningum verðtryggingar. Hvorki stjórnvöld, Samtök fjármálafyrirtækja né Landssamband lífeyrissjóða hafa tekið boði samtakanna um samningaviðræður.
Þvert á móti hafa stjórnvöld nú sett lög ("kreppuhalalögin") sem miðast við að staðfesta eignaupptöku fjármálastofnana í helsta sparnaðarformi landsmanna, heimilum þeirra. Forsendubresturinn hefur í reynd verið viðurkenndur, kröfuhafar gömlu bankanna hafa viðurkennt tapið en stjórnvöld og fjármálakerfið eru staðráðin í að halda heimilunum í gíslingu stökkbreyttra höfuðstóla. Reynt er að blekkja okkur með því að tala um "leiðréttingu afborgana" og lengt í ólinni svo tærnar ná að tylla sér og yfirvofandi fjárhagsleg aftaka er dregin á langinn. Engin leiðrétting fer fram á verðbreytingarþætti verðtryggðra eða gengistryggðra lána. Gefin eru óljós loforð um að þetta verði gert seinna þegar betur stendur á. Það er samtökunum hinsvegar alveg ljóst að ef ekki fer fram leiðrétting undir núverandi kringumstæðum, ef menn eru ekki að sjá nauðsyn þess núna munu þeir ekki sjá nauðsyn þess seinna nema þá þegar það er um seinan og skaði þúsunda heimila er óafturkræfur.
GREIÐSLUVERKFÖLL MUNU ÞVÍ HALDA ÁFRAM ÞAR TIL STJÓRNVÖLD OG RÁÐAMENN FJÁRMÁLAKERFIS SJÁ SÉR FÆRT AÐ SEMJA VIÐ HAGSMUNASAMTÖK HEIMILANNA UM LEIÐRÉTTINGU FYRIR HEIMILIN Í LANDINU.
Við viljum réttlæti og höfnum ölmusu þönkum ráðamanna og fjármálakerfis. Hér er um okkar verðmæti að ræða, þeim verður ekki deilt út til bjargar fjármálakerfi sem hefur enn ekki hysjað upp um sig.
Tímabært að hefja afnám hafta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bankakerfi almúgans | Aukaflokkur: Mannleg Samskipti | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.