Orðaleikir I

*Uppfært*

Það er algengt að heyra talað um prósentur eða prósentustig, sérstaklega í tengslum við vexti og vaxtastig.  Ég hef í einhvern tíma fylgst með vaxtahækkunum og lækkunum banka, og á víxl glaðst og gramist það. En það er mjög stutt síðan ég áttaði mig á að það er mikill munur á prósentum og prósentustigum. 

Prósentur er hlutfall hækkunar eða lækkunar, á meðan prósentustig er staðsetning í prósentuskalanum, frá núll upp í hundrað.

Dæmi:2pro.jpg

% stig:  1%+1% =2%

% hlutfall: 1%+1%=100%

Hækkun um eitt prósentustig, frá einu prósentustigi í tvö prósentustig, er ekki eitt prósent (1%) hækkun. Talan hækkar um eitt prósentustig í skalanum, en hlutfallsleg hækkun í prósentum er 100%.

Vextir eru gott dæmi þar sem talað er í prósentustigum, þ.e. staðsetningu mælieiningar:

Á Íslandi er 25% yfirdráttarvextir, en í Noregi 5%. 

Eru 20% hærri vextir á Íslandi?

Nei, þeir eru staðsettir 20% ofar, en eru hlutfallslega 500% hærri.

Að sama skapi, að færa staðsetningu úr 25% vöxtum í 12,5% er ekki 12,5% prósentulækkun, heldur hlutfallslega 50% lækkun.

 

Nú skulum við leika okkur smá.  Við skulum vera Seðlabankastjóri og við viljum hækka og lækka stýrivexti skelfilega, en þurfum að fegra aðgerðina og glepja almenning með orðagjálfri í leiðinni til að forða mótmælum og pottaglamri.

Stýrivextir hækkaðir um 12,5 prósentustig

Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti um 12,5 prósentustig, úr 12,5% í 25%. 

Stýrivextir lækkaðir um 50%

Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 50 prósent, úr 25% í 12,5%.

 

Gott dæmi um rugling með prósentur fann ég á mbl.is í frétt um breytingar stýrivaxta í október.

Stýrivextir hækkaðir um 6 prósentur

Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti um 6 prósentur í 18%. Bankinn lækkaði nýlega vextina um 3,5 prósentur, úr 15,5% í 12%.

 Þetta er rangt.  Réttara væri að segja:

Stýrivextir hækkaðir um 6 prósentustig

Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti um 6 prósentustig í 18%. Bankinn lækkaði nýlega vextina um 3,5 prósentustig, úr 15,5% í 12%.

En prósentustig gefa ekki rétta mynd af aðgerðinni.  Best væri að segja:

Stýrivextir hækkaðir um 50 prósent

Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti um 50 prósent, úr 12% í 18%. Bankinn lækkaði nýlega vextina um  liðlega 22 prósent, úr 15,5% í 12%.


18pro.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband